Ég missti af áhugaverðum fyrirlestri á UT Messunni 2019, þar sem ég var staddur “á bás” á sýningarsvæðinu á meðan.
En eftir fyrirlesturinn fékk ég nokkuð áreiti frá ráðstefnugestum, þá aðallega vegna einnar glærunnar þarna.

Mig skortir svosem ekki afsakanir fyrir stöðunni, en stundum er samt bara þetta það sem þarf, að einhver sparki mann í rassinn.
Ég er að vinna í því núna að færa vefinn yfir á annan netþjón, og sjáum hvað gerist svo í framhaldinu af því.