IPv6 Iceland
  • Þjónustuaðilar
  • Vefsíður
  • Annað
  • IPv6.is
IPv6 Iceland
  • Þjónustuaðilar
  • Vefsíður
  • Annað
  • IPv6.is

ToDo & ReDo

February 16, 2019 Written by admin

Ég missti af áhugaverðum fyrirlestri á UT Messunni 2019, þar sem ég var staddur “á bás” á sýningarsvæðinu á meðan.

En eftir fyrirlesturinn fékk ég nokkuð áreiti frá ráðstefnugestum, þá aðallega vegna einnar glærunnar þarna.

Mig skortir svosem ekki afsakanir fyrir stöðunni, en stundum er samt bara þetta það sem þarf, að einhver sparki mann í rassinn.

Ég er að vinna í því núna að færa vefinn yfir á annan netþjón, og sjáum hvað gerist svo í framhaldinu af því.

Uncategorized

Þjónustuaðilar… og /32 í /29

August 27, 2017 Written by admin

Gunnar Guðvarðsson hjá Advania benti mér á að skráningin á síðunni fyrir Advania væri rön að Advania er með 2a02:f48::/29, ekki /32.
Úthlutunarreglum RIPE var breytt þannig að þjónustuaðilar fá nú “by default” /29 sem sína fyrstu úthlutun í stað /32, og þeir sem áður voru búnir að fá /32 úthlutun geta stækkað netið án þess að þurfa að færa rök fyrir þörfinni.
En þetta má sjá á https://www.ripe.net/publications/docs/ripe-684#initial_size, sem Gunnar minntist einnig á.

Annarsvegar uppfærði ég upplýsingarnar um Advania, og hinsvegar endurgerði ég aðeins listann yfir þjónustuaðila.

Taflan inniheldur nú primary netið bara beint, í staðinn fyrir e-ð gamaldags mouse-overing hrylling, þannig að þetta er töluvert læsilegra núna.
Einnig tók ég nokkra aðila út (sem höfðu t.d. sameinast inn í önnur fyrirtæki.)

Upprunalega hugmyndin mín var að nota tólin hjá RIPE og viðhalda þessum lista svona nokkuð automatic. Enda ýmislegt hægt að gera með scriptum, og það er hægt að subscribe-a á db uppfærslur frá ripe.
Vandamálið er að hluta til að það eru allir þjónustuaðilar/LIR (“Local Internet Registry”).
Ef við skoðum listann yfir LIR á Íslandi, jafnvel þó við sleppum öllum sem eru “based” annarsstaðar, þá standa eftir “Internet þjónustuaðilar” eins og Annata, stóru bankarnir, Árvakur(mbl), CCP, Flugleiðir, LS Retail og fleiri endanotendur.
Að hluta til er þetta vegna þess að einfaldasta leiðin til að fá þitt eigið AS-númer og eigin ip tölur sem væru óháðar þjónustuaðilum var að sækja um skráningu sem LIR (og borga ~ 1.400 evrur á ári í félagsgjöld.)

En út frá þjónustuaðila sjónarmiðum þá er hefur það lítið sem ekkert value að telja alla þessa aðila upp.
Þeir sem hafa áhuga á IPv6 hjá skráðum LIRum geta skoðað IPv6 síðuna hjá Eric Vyncke.

Að sama skapi er ég óviss um öll vefhönnunar-fyrirtæki, sem flest bjóða upp á einhvernsskonar hýsingu, sem í flestum tilfellum er hýst hjá einhverjum öðrum aðilum en þeim sjálfum.
Dacoda ehf er t.d. skráð sem LIR, með eigin úthlutun á IPv4, en rútan á netinu þeirra á upprunasinn hjá Opnum Kerfum.
Það væri nær lagi að vera með sér síðu í kringum vefhýsingar- & hönnunar fyrirtækin, en mig grunar að það sé meiri vinna en ég legg í að viðhalda.

Uncategorized

Advania tekur skref fram á við

December 17, 2016 Written by natti

Gunnar Guðvarðarson hjá Advania sendi mér póst fyrir stuttu og koma því á framfæri að staðan hjá Advania varðandi IPv6 hefði breyst, og núna væri þetta svona:

Fyrirtæki: IPv6 er sett upp á öllum nýtengingum en fyrirtæki sem þegar eru með tengingu við Advania geta beðið um IPv6.
Hýsing: Já/í boði og sett upp skv beiðni.

Frábært! 😀

 

Uncategorized

Síðan hefur liðið ár og öld

June 10, 2016 Written by admin

Eftir security update þá virkar ekki lengur að skoða þjónustuaðila/síður og IPv6 support, en það verður lagað seinna.

En af öðru er það að frétta að gestanetið hjá NOVA er dual-stack, og orðið á götunni er að þeir eru byrjaðir að prófa dual-stack fyrir heimatengingar á ljósleiðara Gagnaveitunnar, með góðum árangri.

En í “borðaðu eigin hundamat” deildinni þá bíðum við bara eftir að www.nova.is verði A/AAAA 🙂

 

Uncategorized

Morgunblaðið og aðrar breytingard

April 4, 2014 Written by natti

Nýtt “check” var keyrt á heimasíður í dag.

Stærsta og mest spennandi breytingin er eflaust sú að nafnaþjónar mbl.is eru núna aðgengilegir yfir IPv6, en það markar vonandi það upphaf að mbl.is innleiði IPv6 á þessu ári.

En af öðru er þetta að frétta:

  • maclantic.is er nú með AAAA(IPv6) DNS færslu, þó að vefurinn virki ekki yfir IPv6… (hugurinn ber þá hálfa leið?)
  • Einhverjir af nafnaþjónum tonlist.is eru nú aðgengilegir yfir IPv6.
  • Nafnaþjónar utvarpsaga.is eru ekki lengur með IPv6
  • 3f.is færir sig yfir til 1984.is sem hefur ennþá ekkert gert í IPv6 þrátt fyrir að hafa fengið IPv6 úthlutun fyrir rúmu ári síðan.
  • Heimasíða Háskóla Íslands, hi.is, er nú aðgengileg yfir IPv6.
  • Nafnaþjónar fme.is eru nú aðgengilegir yfir IPv6.
  • Nafnaþjónar HS-Orku (hs.is/hsorka.is/hsveitur.is) eru ekki lengur aðgengilegir yfir IPv6.
  • Heimasíða Netsamskipta, netsamskipti.is, er með AAAA(IPv6 DNS færslu), en heimasíðan óaðgengileg yfir IPv6. (Breytir væntanlega engu þar sem Netsamskipti verður varla lengi til í núverandi mynd.)
  • Opex ehf, opex.is, er nýliði dagsins með IPv6 aðgengilega heimasíðu og nafnaþjóna (en ekkert MX né GLUE).

 

Uncategorized

Hringdu og vaktin.is

April 14, 2013 Written by natti

Annaðhvort eru menn samtaka eða þá að ruv.is hefur ýtt við einhverjum.

Hringdu tók sig til og lagaði síðuna sína, en þeir hafa verið með AAAA færslu fyrir www.hringdu.is án þess að síðan sé aðgengileg yfir IPv6 fleiri mánuði.
Þetta hefur nú verið lagað.

Vaktin.is (og spjallsvæðið) er einnig orðið aðgengilegt yfir IPv6.

Uncategorized

Ruv.is innleiðir IPv6ruv.is adapts IPv6

April 9, 2013 Written by natti

Fékk fregnir af því áðan að “www.ruv.is” væri orðið aðgengilegt yfir IPv6.
Frábærar fréttir, og af því tilefni uppfærði ég Vefsíðu hlutann.

Lénið “ruv.is” er að vísu ennþá rautt í þeim lista, en það er vegna þess að aðeins “www.ruv.is” er með “AAAA” færslu (IPv6 tölu), en “ruv.is” er eingöngu með “A” færslu (IPv4).
Það er því ákveðið misræmi hjá RÚV í “ruv.is” vs “www.ruv.is”, og að svo stöddu tekur Vefsíðu hlutinn hérna ekki tillit til þess.
Enda mætti eflaust færa rök fyrir því að “lén.is” og “www.lén.is” ættu að vera eins upp sett…
Edit(10.4@1200): ruv.is er núna einnig komið með AAAA færslu.

Við þetta má svo bæta, sem að ætla má að séu bara vandamál sem að RÚV á eftir að laga:
a) Bara annar af nafnaþjónum RÚV svarar DNS fyrirspurnum, “dns2.ruv.is” svarar alltaf með REFUSED.
b) Einn af þremur póstþjónum RÚV er með skráða IPv6 tölu (postur.ruv.is), en hann svarar ekki á IPv6 (timeout).
Þegar ég finn tíma til þá reyni ég að bæta við undir Vefsíðu hlutann þar sem þessir hlutir eru athugaðir áður en viðkomandi lén fær grænan reit.
Bætt við 10.04@20:50: Heyrði frá RÚV í dag, og þar á bæ eru menn alveg með á nótunum, engar tilviljanir heldur er bara verið að stíga varlega til jarðar.
Það er ekki annað hægt en að óska RÚV til hamingju með þennan áfanga.

Þess má geta að ruv.is er eini vefurinn í topp-10 á samræmdum vefmælingum Modernus sem er aðgengulegur yfir IPv6, en í topp-20 listanum telst Vísindavefur HÍ einnig með sem er aðgengilegur yfir IPv6.

Uncategorized

DNSSEC fyrir .is lénDNSSEC for .is domains

April 3, 2013 Written by natti

Ég er spurður af og til um DNSSEC, hvort ég viti hvernig DNSSEC innleiðing gangi hérlendis, hversu margir eru farnir að nota DNSSEC, og fleira í þessum dúr.

Nú er ég enginn DNS-snillingur sem slíkur, fókusinn hjá mér er annar í dag, en ég veit ekki til þess að margir hérlendis séu byrjaðir að skoða DNSSEC, en stærsta ástæðan er að rótarlénið (.is) hefur enn ekki verið vottað.

Ég sá mér því leik á borði og sendi spurningu á ISNIC og spurði hver staðan væri, sérstaklega þar sem að samkvæmt FAQ síðunni þeirra stóð til að kára DNSSEC vinnu í júlí 2010.
Svörin sem ég fékk að þó að verkefnið væri á eftir áætlun, þá væri það ekki alveg gleymt, en félagið tók þá afstöðu að fara frekar rólega af stað en að hætta á að eitthvað beri út af.
Allt gott og blessað.
ISNIC vonast þó til að þessi vinna klárist á þessu ári(2013), og því er ekkert annað að gera en að bíða og vona.

Uncategorized

Tölvustoð fær IPv6 úthlutun

March 24, 2013 Written by natti

Þegar ég var að uppfæra “Þjónustuaðilar” hlutann í kjölfar IPv6 úthlutunar 1984.is, rak ég augun í að annað fyrirtæki er einnig nýkomið með IPv6 úthlutun.
Umrætt fyrirtæki er Tölvustoð ehf.

Viðurkennist hér með að ég þekki ekki til þessa fyrirtækis, hvort þeir eiga heima undir “Þjónustuaðilar” eða ekki. Kíki betur á þetta í komandi viku.
(Léninu þeirra var þó bætt við, þannig að við getum fylgst með hvenær síðan þeirra og tengdar þjónustur verða IPv6 aðgengilegar.)

Engu að síður er gaman að sjá einhverjar hreyfingar, þó netið þeirra sé enn ekki routeable (tæpur mánuður síðan þeir fengu úthlutunina.)

Uncategorized

1984.is fær IPv6 úthlutun1984.is gets an IPv6 address assignment

March 22, 2013 Written by natti

Mörður hjá 1984.is setti inn athugasemd við síðustu færslu um að 1984.is væri komið með IPv6 úthlutun frá RIPE (sjá hér).

Þetta eru mjög ánæglulegar fréttir og það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu.
Næstu skref fyrir 1984.is eru þá væntanlega að fá IPv6 tengingu við sinn upstream þjónustuaðila.
Og svo auðvitað vonandi bjóða upp á IPv6 fyrir þjónustur 1984.is í vefhýsingu og VPS.Mörður at 1984.is posted a comment to my last post notifying me that 1984.is has just recieved an IPv6 address assignment from RIPE (link).

This is good news and it’ll be interesting to watch 1984.is as they implement IPv6 in their infrastructure.
Hopefully we don’t have to wait too long before 1984.is will add IPv6 support for their hosted solutions.

Uncategorized
Older Entries

Recent Posts

  • ToDo & ReDo
  • Þjónustuaðilar… og /32 í /29
  • Advania tekur skref fram á við
  • Síðan hefur liðið ár og öld
  • Morgunblaðið og aðrar breytingard